Erlent

Rice í óvæntri heimsókn í Írak

MYND/AP

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom í dag í óvænta heimsókn til Íraks.

Þar hvatti hún írakska stjórnmálamenn til að setja niður deilur sín á milli til þess að koma á stöðugleika í landinu. Þetta er áttunda heimsókn Rice til Íraks og hóf hún heimsóknina í borginni Kirkuk í Norður -Írak. Þar búa Kúrdar, arabar og Túrkmenar saman og er talið að blikur séu þar á lofti vegna krafna Kúrda um að borgin tilheyri sjálfsstjórnarsvæði þeirra í norðurhluta landsins. Rice hyggst einnig fara til Bagdad og ræða við ráðamenn þar um ástandið í Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×