Erlent

Jólabjórsþurrð í Danmörku

Menn skyldu fara varlega í jólabjórinn um hátíðarnar.
Menn skyldu fara varlega í jólabjórinn um hátíðarnar.

Það er útlit fyrir að margir Danir verði að væta kverkarnar um jólin með öðru en jólabjór því hann er að verða uppseldur í landinu.

Héraðsblaðið Jydske Vestkysten greinir frá því að á bilinu 45-50 milljónir lítra af jólabjór hafi verið framleiddir fyrir þessi jól en meirihluti hans er búinn. Fjörtíu stærstu brugghús Danmerkur eru í Samtökum brugghúsa þar í landi og eftir því sem formaður samtakanna segir hafa flest þeirra tilkynnt að jólabjórsframleiðsla sé uppseld og ekki verði framleitt meira.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×