Erlent

Ákærðir fyrir samráð við sölu jólatrjáa

MYND/Getty

Fjárglæfradeild lögreglunnar í Danmörku hefur ákært samtök jólatrjáaræktenda í landinu og formann þess fyrir verðsamráð við sölu jólatrjáa.

Eftir því sem fram kemur á vef Jótlandspóstsins telur lögreglan að samtökin hafi haft forgöngu um samráð meðal félagsmanna sinna og að það hafi staðið yfir í fjögur ár. Lögregla tók málið til rannsóknar eftir að kæra barst henni í fyrra og telur hún að samtökin hafi gefið félögum leiðbeiningar um hvernig haga skyldi verðlagningu á jólatrjám.

Formaður samtakanna viðurkennir að þau hafi haldið námskeið þar sem farið hafi verið yfir verðútreikninga en að það tengist samráði ekki á nokkurn hátt. 90 prósent jólatrjáa sem ræktuð eru í Danmörku eru flutt út til annarra Evrópulanda, alls tíu milljónir trjá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×