Erlent

Villtur lax í útrýmingarhættu við Kanada

Villtur lax við vesturströnd Kanada er nú í bráðri útrýmingarhættu vegna sýkingar frá sníkjudýrum er koma úr laxeldisstöðvum á svæðinu.

Vísindamenn segja að ef ekkert verði að gert muni þessi lax verða útdauður innan áratugar. Vitað er að sjávarlýs frá laxeldisstöðvum herja á villtan lax en hingað til hafa afleiðingar þessa ekki verið rannsakaðar sérstaklega.

Nú hefur komið í ljós að seiði og ungviði villta laxsins eru sérlega viðkvæm fyrir sýkingum sem stafa frá lúsunum. Hin augljósa lausn á þessu vandamáli að sögn vísindamanna er að færa eldisstöðvarnar frá gönguleiðum laxsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×