Fótbolti

Arminia Bielefeld rekur þjálfarann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ernst Middendorp hvetur sína menn áfram.
Ernst Middendorp hvetur sína menn áfram. Nordic Photos / Bongarts

Þýska úrvalsdeildarliðið Arminia Bielefeld hefur látið knattspyrnustjórann Ernst Middendorp fara eftir að liðið tapaði stórt fyrir Dortmund um helgina, 6-1.

Middendorp tók við stjórn liðsins í þriðja skiptið á ferlinum í mars síðastliðnum en áður þjálfaði hann liðið árin 1988 til 1990 og svo aftur frá 1994 til 1998.

„Þetta er bara vegna þess að liðið hefur aðeins unnið einn leik í síðustu ellefu," sagði Reinhard Saftig, yfirmaður íþróttamála hjá félaginu. „Það komu leikir þar sem við héldum að þetta gæti hugsanlega ekki versnað en svo versnaði það enn frekar. Við þurfum að bregðast við."

Bielefeld mætir Stuttgart á laugardaginn og mun Detlav Dannaier stýra liðinu í leiknum. Eftir hann hefst leitin að nýjum knattspyrnustjóra.

Liðið er í fimmtánda sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með fimmtán stig eftir sextán leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×