Erlent

Ræðarinn handtekinn - var ekki týndur

John Darwin breski ræðarinn sem verið hefur týndur í fimm ár var handtekinn af bresku lögreglunni um miðnættið í gærkvöldi. Í ljós hefur komið að Darwin var ekki eins týndur og menn töldu. Breskir fjölmiðlar hafa birt mynd af honum ásamt eiginkonu sinni en myndin var tekin í Panama í fyrra og eru þau bæði skælbrosandi á henni. Lögreglan rannsakar nú hvort hvarf Darwins hafi verið skipulagt frá upphafi og ástæðan verið einhverskonar líftryggingarsvik.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×