Erlent

Látnir í Bangladesh um 2000

Vel yfir 900 lík hafa fundist í Bangladesh eftir að fellibylurinn Sidr reið þar yfir á fimmtudag. Fjölmiðlar í landinu segja að mun fleiri hafi látist og eru líkur leiddar að því að tala látinna sé um 2000.

Um 150 bátar voru við veiðar undan ströndum Bangladesh þegar bylurinn skall á. Þeirra er en saknað.

Auk hins mikla mannfalls lýsa stjórnvöld í landinu áhyggjum af því að hrísgrjónauppskera hafi eyðilagst en það gæti haft miklar afleiðingar fyrir efnahagsástandið í Bangladesh.

Alþjóða matvælaaðstoðin vinnur nú að því að koma neyðarmatarskömmtum til 40 þúsund manns. Aðstoð er einnig að berast frá stjórnvöldum og ýmsum hjálparsamtökum. Meira en 40 þúsund lögreglumenn, hermenn, strandgæsluliðum og heilbrigðisstarfsmenn hafa verið sendir til flóðasvæðanna.

Erfitt hefur þó reynst að koma mat, lyfjum, tjöldum og teppum til þeirra svæða sem urðu verst úti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×