Erlent

Hæstiréttur frestar aftöku

Hæstiréttur Bandaríkjanna stöðvaði í gærkvöldi aftöku á barnamorðingjanum Mark Dean Scwab, örfáum klukkustundum áður en aftakan átti að fara fram. Ákvörðun réttarins kemur ekki á óvart þar sem hann rannsakar nú lögmæti þess að taka fólk af lífi með eitursprautu en það áttu að verða örlög mannsins.

Schwab var dæmdur til dauða fyrir morð á ellefu ára gömlum dreng í Flórída sem hann myrti örfáum vikum eftir að hann hafði lokið afplánun fyrir barnaníð.

Aftaka Schwabs hefði verið sú fyrsta í Flórída síðan Angel Diaz var tekinn þar af lífi í Desember með eitursprautu en aftakan vakti mikla reiði vegna þess að það tók manninn þrjátíu og fjórar mínútur að gefa upp öndina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×