Erlent

Innkalla fimm milljón frosnar pizzur

MYND/AFP

Bandaríski matvælaframleiðandinn General Mills innkallaði í gær um fimm milljónir frosnar pizzur eftir að Ecolí baktería fannst í pepperoní áleggi.

Um er að ræða pizzur sem seldar eru undir vörumerkinu Totionos og Jenos. Vitað er til þess að níu manns í Bandaríkjunum hafi veikst eftir að neytt vörunnar. Átta hafa verið lagðir inn á spítala og þar af greindust fjórir með nýrnabilun vegna bakteríunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×