Erlent

Giuliani móðgar Breta

Rudy Giuliani.
Rudy Giuliani. MYND/AFP

Alan Johnson, heilbrigðismálaráðherra Bretlands, gagnrýndi í dag auglýsingar sem Rudy Giuliani hefur notað til að kynna forsetaframboð sitt í Bandaríkjunum. Í auglýsingunum lofar Guiliani bandaríska heilbrigðiskerfið  á kostnað þess breska.

Í auglýsingunni ber Giuliani saman lífslíkur þeirra sem fá krabbamein í blöðruhálskirtli annars vegar í Bretlandi og hins vegar í Bandaríkjunum. Samkvæmt auglýsingu Giuliani ná 82 prósent Bandaríkjamanna fullum bata en aðeins 44 prósent Breta.

Að sögn Alan Johnson eru tölurnar sem Giuliani notar rangar. Bendir hann á að samkvæmt nýjustu tölum nái rúmlega 70 prósent þeirra Breta sem fá krabbamein í blöðruhálskirtli fullum bata. Þá óskaði Johnson ennfremur eftir því að bandarískir forsetaframbjóðendur misnoti ekki breska heilbrigðiskerfið í kosningabaráttu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×