Erlent

Stálu bíl foreldranna og keyrðu þúsund kílómetra

MYND/AFP

Tveir fjórtán ára gamlir drengir sem hurfu sporlaust í bænum Ry í Danmörku á þriðjudaginn fundust við landamærastöð í Sviss í dag. Drengirnir stálu bíl foreldra sinna og keyrðu nærri eitt þúsund kílómetra í gegnum að minnsta kosti þrjú lönd.

Lögreglan í Danmörku hóf fljótlega leit að drengjunum eftir að þeir hurfu á þriðjudaginn. Fóru þeir beint úr skólanum heim til sín. Tóku saman peninga og sængurföt, settust upp í bílinn og keyrðu í burtu.

Drengirnir keyrðu að minnsta kosti eitt þúsund kílómetra í gegnum Danmörku, Þýskaland og Sviss áður en þeir voru teknir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×