Erlent

Tala látinna vegna Noels hækkar

Dóminíska lýðveldið.
Dóminíska lýðveldið. MYND/AFP

Hitabeltisstormurinn Noel hefur nú orðið að minnsta kosti 100 manns að bana í Karabíska hafinu. Storminum hafa fylgt mikil flóð og í Dóminíska lýðveldinu hafa 25 þúsund manns þurft að flýja heimili sín.

Noel skall á Bahams eyjar í dag og hefur styrkur hans aukist töluvert. Á sama tíma hefur hættuástandi í Flórída í Bandaríkjunum verið aflýst þar sem talið er að Noel muni ekki gera strandhögg þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×