Erlent

Tugir falla í átökum á Sri Lanka

Að minnsta kosti 31 Tamil tígri féll í átökum milli þeirra og stjórnarhermanna á Sri Lanka í dag. Talsmenn Tamil tígra segjast hafa fellt 25 stjórnarhermenn í átökunum en yfirmenn hersins segja tvo hermenn hafa fallið.

Átökin áttu sér stað í norðvesturhluta Sri Lanka í dag þegar stjórnarhersveitir gerðu árásir á fjölmargar bækistöðvar Tamil tígra. Meðal annars vörpuðu herþotur stjórnarhersins sprengjum á tvær þjálfunarbúðir Tamil tígra í norðurhluta Sri Lanka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×