Erlent

Warren Buffett: Ég greiði of lága skatta

Warren Buffett er næstríkasti maður í heimi og segist greiða of lága skatta.
Warren Buffett er næstríkasti maður í heimi og segist greiða of lága skatta.
Kaupsýslumaðurinn Warren Buffett, sem er næstríkasti maður Bandaríkjanna, segist greiða of lága skatta. Hann segir að allir starfsmenn sínir greiði hlutfallslega hærri skatt en hann, þar á meðal ritari hans. Í viðtali við NBC sjónvarpsstöðina sagðist hann telja að starfsfólk sitt borgaði að meðaltali tvöfalt hærra hlutfall af launum sínum í skatt en hann sjálfur. Buffett telur að skattakerfið í Bandaríkjunum hafi þróast í ranga átt á síðustu árum. Það þjóni nú einungis hinum ríku en ekki millistéttinni. Hann telur að þessar breytingar séu slæmar og kallar eftir umræðu um þær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×