Erlent

Hitabeltisstormurinn Noel mannskæður

Hitabeltisstormurinn Noel hefur nú orðið að minnsta kosti 60 manns að bana í Karabíska hafinu. Samkvæmt Breska Ríkisútvarpinu hefur fjörutíu og einn látið lífið í Dóminíska lýðveldinu og fjölmargra er saknað. Tuttugu og fimm þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín þar. Þá hafa tuttugu farist á Haíti og mörg þúsund manns þurftu einnig að yfirgefa heimili sín þar. Einn fórst á Jamaíka. Noel nálgast nú Bahamaeyjar en talið er að hann fari framhjá Florida.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×