Erlent

Svíar hætta við að flytja geislavirkan úrgang til Sellafield

Sellafield.
Sellafield. MYND/Greenpeace

Svíar ætla að hætta við að flytja geislavirkan úrgang til endurvinnslustöðvarinnar í Sellafield í Bretlandi. Ætla þeir einnig að taka aftur jafn mikið magn geislaúrgangs úr stöðinni og þeir hafa flutt þangað.

Þetta kom fram í máli Andreas Carlgren, umhverfisráðherra Svíþjóðar, á fundi umhverfis- og náttúruverndarnefndar Norðurlandaráðs í Osló í dag. Sagði Carlgren ennfremur að héðan í frá yrði allur kjarnorkuúrgangur Svía geymdur í Svíþjóð og ekki endurunninn utan landsteinanna.

Íslensk stjórnvöld hafa margsinnis lýst yfir áhyggjum af geislamengun frá Sellafield stöðinni. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Norðurlandaráði að Sellafield-stöðin muni áfram verða rekin á viðskiptagrundvelli þrátt fyrir að Norðurlönd hætti að nýta sér þjónustu hennar. Þangað flytja nú Japanir nær allan sinn geislaúrgang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×