Erlent

Einkareknir spítalar dýrari en opinberir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Danskir skattgreiðendur borga einkareknum spítölum meira en þeim opinberu.
Danskir skattgreiðendur borga einkareknum spítölum meira en þeim opinberu.
Einkareknir spítalar í Danmörku kosta skattgreiðendur mun meira en ríkisreknu spítalarnir segir dagblaðið 24 stundir, sem er dreift ókeypis þar í landi. Dæmi eru um að ríkið greiði einkareknum sjúkrahúsum tvöfalt meira en opinberum sjúkrahúsum fyrir tilteknar skurðaðgerðir. Þrátt fyrir það eru útgjöld einkareknu sjúkrahúsanna lægri en opinberu spítalanna. Ný rannsókn sýnir að kostnaður einkareknu sjúkrahúsanna er að meðaltali einungis 74% af þeim kostnaði sem opinber sjúkrahús greiða fyrir hvert unnið verk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×