Erlent

Þúsundir barna gegna hermennsku í Búrma

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Talið er að þúsundir barna gegni hermennsku fyrir herinn í Búrma. Mannréttindavaktin, sem eru amerísk mannréttindasamtök, segja í nýútkominni skýrslu sinni, að allt að 10 ára gömul börn séu neydd til að skrá sig í herinn með ofbeldi og hótunum um handtöku. Stjórnvöld í Búrma hafa fullyrt að þau reyni að koma í veg fyrir að börn starfi fyrir herinn en Mannréttindavaktin vill að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna beiti stjórnvöld þar hörðum refsingum vegna þessara meintu mannréttindabrota.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×