Erlent

Fundu aðskotahlut í hjólabúnaði Dash vélar

Vél af gerðinni Dash 8/Q400.
Vél af gerðinni Dash 8/Q400. MYND/365

Sérfræðingar hjá dönsku Flugslysanefndinni fundu aðskotahlut í hjólabúnaði Dash vélarinnar sem hlekktist á lendingu á Kastrup-flugvelli á laugardaginn. Um er að ræða gúmmíhring sem ekki tilheyrir hjólabúnaðinum.

Svo virðist sem gúmmíhringurinn hafi valdið því að hjól vélarinnar læstist ekki niðri þegar hún lenti. Rannsókn slyssins beinist nú að því að finna út hvaðan þessi gúmmíhringur kemur og hvernig stendur á því að hann hafi ratað í hjólabúnað vélarinnar. Mannleg mistök eru ekki útilokuð í þessu samhengi.

Slysið á Kastrup-flugvelli á laugardaginn var það þriðja á skömmu tíma þar sem Dash vél kemur við sögu. Stjórn SAS ákvað í kjölfar slyssins að hætta alfarið noktun á Dash 8/Q400 vélum í sinni eign.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×