Erlent

Fjórir létust og þrjár verksmiðjur eyðilögðust í eldsvoða

MYND/AFP

Fjórir létu lífið í miklum eldsvoða á iðnaðarsvæðum í Sameinuðu Arabísku furstadæmunum í dag. Þrjár verksmiðjur eyðilögðust í eldsvoðanum.

Eldurinn breiddist hratt út og tók það slökkvilið um fimm klukkustundir að ráða niðurlögum hans. Tíu geymslutankar fullir af smurolíu gjöreyðilögðust í eldinum sem og sjö bifreiðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×