Erlent

Þrír Tyrkir láta lífið í Írak

Tyrkneskir hermenn.
Tyrkneskir hermenn. MYND/AFP

Þrír tyrkneskir hermenn hafa látið lífið síðasta sólarhring í átökum á svæðum Kúrda í norðurhluta Íraks. Tyrkneskar herþyrlur gerðu árásir á stöðvar Kúrda í dag en ekki liggur fyrir hvort mannfall hafi orðið.

Um eitt hundrað þúsund tyrkneskir hermenn eru nú í viðbragðsstöðu við landamæri Íraks. Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, segist vera tilbúinn að blása til allsherjar innrásar inn í Írak láti kúrdískir skæruliðar ekki af árásum sínum yfir landamærin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×