Erlent

Sólarspegill alþjóðlegu geimstöðvarinnar skemmdist

MYND/NASA

Sólarspegill alþjóðlegu geimstöðvarinnar skemmdist í dag þegar geimfarar úr áhöfn Discovery voru að skoða bilun í tækjabúnaði hans. Hlutar spegilsins rifnuðu í burtu þegar hann var dreginn út til skoðunar.

Geimfarar Discovery áttu að skoða þann hluta tækjabúnaðar sólarspegilsins sem notaður er til að snúa honum. Þegar spegilinn var dreginn út rifnuðu skyndilega hlutar hans í burtu.

Ekki liggur fyrir hvað olli því að spegilinn skemmdist en óttast er að þetta kunni að valda miklum töfum á uppbyggingu alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Geimfarar tóku myndir af skemmdunum sem sendar verða vísindamönnum á jörðu niðri. Þeir munu í framhaldi meta skemmdirnar og leggja á ráðin hvernig hægt verður að gera við þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×