Erlent

Hótar innrás á Gaza ströndina

Ehud Barak, varnarmálaráðherra Ísrael.
Ehud Barak, varnarmálaráðherra Ísrael. MYND/AFP

Ehud Barak, varnarmálaráðherra Ísrael, hótaði því í dag að Ísraelsmenn myndu gera innrás á Gaza ströndina til þess að koma í veg fyrir frekari eldflaugaárásir Palestínumanna.

Á blaðamannafundi í Jerúsalem í dag sagði Barak að þolinmæði Ísraelsmanna væri á þrotum. Sagði hann ennfremur ljóst að ef ekkert breyttist myndu Ísraelsmenn neyðast til að gera innrás.

Að minnsta kosti áttatíu elfdflaugum hefur verið skotið frá Gaza ströndinni á Ísrael í þessum mánuði. Fáir hafa þó slasast í árásunum enn sem komið er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×