Erlent

Clinton hræðir kjósendur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hillary getur verið ógnvekjandi.
Hillary getur verið ógnvekjandi.

Þótt skoðanakannanir bendi til að Hillary Clinton hafi sterka stöðu fyrir bandarísku forsetakosningarnar á næsta ári, virðist hún hræða landa sína meira en aðrir frambjóðendur. Að minnsta kosti benda niðurstöður skoðanakönnunar AP fréttastofunnar til þess að Clinton Hrekkjavökugrímur muni seljast betur en búningar sem líkja eftir öðrum forsetaframbjóðendum. Í könnun AP fréttastofunnar sögðu 37% svarenda að Clinton gríman væri mest hræðandi en aðeins 14% nefndu Giuliani grímuna. Hrekkjavakan er haldin vestanhafs á morgun, kvöldið fyrir Allraheilagramessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×