Erlent

Blackwater: Morðingjar munu hugsanlega sleppa

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Blacwater liðar.
Blacwater liðar.

Bandaríska utanríkisráðuneytið lofaði málaliðum á vegum Blackwater, sem drápu 17 óbreyttra íraska borgara í síðasta mánuði, friðhelgi. Því er óvíst hvort þeir svari til saka.

Þetta hefur AP fréttastofan eftir háttsettum lögreglumönnum í Bandarísku Alríkislögreglunni, FBI. Loforðið þýðir að mánuðir geti liðið þangað til að hægt verður að ákæra málaliðanna og óvíst hvort það verði nokkurn tíma hægt.

Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið þegar AP fréttastofan leitaði eftir viðbrögðum í gær. Hið sama gilti um talsmenn dómsmálaráðuneytisins og FBI.

Lögreglumenn á vegum FBI komu til Washington í gær. Þeir höfðu verið að safna gögnum vegna árásarinnar sem gerð var 16 september síðastliðinn en fengu þau fyrirmæli að þeir mættu ekki yfirheyra Blackwater málaliðana sem höfðu fengið friðhelgi.

Þessar upplýsingar koma sér afar illa fyrir samskipti bandarískra og íraskra stjórnvalda, en þeir síðarnefndu hafa óskað eftir því að fá að ákæra Blackwater liðana á eigin forsendum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×