Erlent

Sökkti tveimur sjóræningjaskipum

Bandaríska herskipið USS Porter sökkti tveimur sjóræningjaskipum.
Bandaríska herskipið USS Porter sökkti tveimur sjóræningjaskipum. MYND/AFP

Bandarískt herskip sökkti tveimur sjóræningjaskipum úti fyrir strönd Sómalíu í dag. Sjóræningjaskipin voru í þann mund að ráðast á flutningaskip þegar bandaríska herskipið hóf skothríð.

Flutningaskipið var í skipalesta sem var á leið til Mombasa í Keníu. Tvö bandarísk herskip fylgdu skipalestinni en þau tilheyra alþjóðlegri flotasveit sem á að vernda skip á hafsvæðinu við Sómalíu gegn sjóræningjaárásum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×