Erlent

Finnskir hjúkrunarfræðingar hóta uppsögnum

Frá Helsinki.
Frá Helsinki. MYND/365

Rúmlega tólf þúsund hjúkrunarfræðingar í Finnlandi hafa ákveðið að segja upp störfum í næsta mánuði verði laun þeirra ekki hækkuðu. Hjúkrunarfræðingarnir vilja fá 24 prósenta launahækkun á næstu 28 mánuðum.

Hjúkrunarfræðingarnir hyggjast segja upp störfum þann 19. nóvember næstkomandi ef kröfum þeirra verður ekki mætt. Áður höfðu stjórnvöld boðið þeim 12 prósenta launhækkun sem er sama hækkun og ófaglærðir starfsmenn sjúkrahúsa í Finnlandi fengu á dögunum.

Komi til uppsagnanna mun starfsemi fjölmargra sjúkrahúsa í Finnlandi raskast verulega. Sumum sjúkrahúsum verður lokað og sjúklingar sendir úr landi til að gangast undir skurðaðgerðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×