Erlent

Bandarískur hershöfðingi særist í Írak

Bandarískur hermaður í Írak.
Bandarískur hermaður í Írak. MYND/AFP

Bandarískur hershöfðingi særðist þegar sprengja sprakk við bílalest hans í Bagdad í Írak í dag. Hann var fluttur úr landi og er ekki talinn í lífshættu.

Þetta er í fyrsta skipti sem bandarískur hershöfðingi særist síðan átökin í Írak hófust árið 2003. Hershöfðinginn, Jeffrey Dorko, var eftir árásina fluttur úr landi þar sem gert var að sárum hans. Dorko er hershöfðingi verkfræðingasveitar bandaríska hersins í Írak. Annar hermaður særðist einnig lítillega í árásinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×