Erlent

Konungur strokufanga flýr í fjórða skiptið

Nordin Benallal í haldi lögreglunnar árið 2004.
Nordin Benallal í haldi lögreglunnar árið 2004. MYND/AFP

Tveir slösuðust lítillega þegar Nordin Benallal, ókrýndur konungur strokufanga í Belgíu, tókst í fjórða skiptið að brjótast út úr fangelsi þar í landi. Vinir hans lentu þyrlu í miðjum fangelsisgarðinum og ætluðu síðan að fljúga í burtu.

Aðrar fangar vildu einnig fá far með þyrlunni og gripu í hana. Þyrlan þoldi ekki þungan og brotlenti í garðinum. Tveir slösuðust lítillega í brotlendingunni.

Benallal og vinir hans gripu þá til þess ráðs að yfirbuga tvo fangaverði og notuðu þá til að komast út úr fangelsinu. Lögreglan í Belgíu leitar nú að Benallal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×