Erlent

Dauðadrukkinn og alblóðugur

MYND/HA

Lögreglunni í Hamborg í Þýskalandi barst tilkynning í dag að maður hefði verið myrtur um borð í neðanjarðarlest. Maðurinn var alblóðugur og lá hreyfingarlaus í sæti sínu. Við nánari skoðun kom hins vegar í ljós að maðurinn var dáinn drykkjudauða og þakinn gerviblóði.

Það var farþegi sem gerði lögreglunni viðvart. Hélt hann að maðurinn hefði verið myrtur.

Seinna kom í ljós að maðurinn hafði verið að skemmta sér í "Halloween" gleðskap kvöldið áður þar sem allir voru klæddir í tilheyrandi grímubúning. Hafði hann drukkið meira en góðu hófi gegnir og sofnað á leiðinni heim til sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×