Erlent

Fundu tuttugu höfuðlaus lík

Lögreglumaður í Baquba rannsakar líkin sem fundust.
Lögreglumaður í Baquba rannsakar líkin sem fundust. MYND/AFP

Lögreglan í Baquba í Írak fann í morgun tuttugu höfuðlaus lík nálægt lögreglustöð í þar borg. Líkinum var komið fyrir í plastpokum.

Lögreglunni hefur enn ekki tekist að bera kennsl á líkin. Átök milli hópa Súnní og Sjíta múslima eru algeng í Baquba. Líklegt þykir að mennirnir hafi fallið í átökum milli þeirra hópa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×