Erlent

Ekkert lífsmark í skipsflaki

Kafarar. Myndin tengist fréttinni ekkert.
Kafarar. Myndin tengist fréttinni ekkert.

Kafarar hafa ekki fundið neinn af þeim sjö Tyrkjum sem saknað er eftir að fragtskip með ellefu manns um borð fór á hvolf við suðurströnd Danmerkur í gærkvöld. Kafararnir hafa bankað á dyr á káettum á skipinu og skoðað inn í stýrishúsið en könnunarleiðangur þeirra hefur ekki leitt neitt í ljós sem gæti bent til þess að fólkið væri á lífi. Sex karlmanna og einnar konu er saknað. Bæði þýskir og danskir kafarar taka þátt í leitinni í skipinu sem liggur um það bil 10 kílómetrum frá ströndinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×