Erlent

Forsætisráðherra Ísraels með krabbamein

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ehud Olmert ásamt Mahmoud Abbas, leiðtoga Palestínumanna.
Ehud Olmert ásamt Mahmoud Abbas, leiðtoga Palestínumanna.

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísrael er með krabbamein í blöðruhálskirtli. Hann fullyrðir þó að hann sé nógu hress til að geta setið áfram í embætti. Olmert, sem er 62 ára gamall hefur verið leiðtogi Ísraela frá því árinu 2006 en þá fékk Ariel Sharon þáverandi forsætisráðherra hjartaslag og fór í dá. Sharon missti heilsu á erfiðum tímum fyrir ísraelsku þjóðina og leiddi það til opinskárrar umræðu um heilsu ísraelskra ráðamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×