Erlent

Fimm hundruð klerkar teknir í dýrlingatölu

Benedikt páfi og félagar tóku 500 klerka í dýrlingatölu.
Benedikt páfi og félagar tóku 500 klerka í dýrlingatölu.
Vatíkanið tók nærri 500 kaþólska klerka, sem fórust í Spænska borgarastríðinu, í dýrlingatölu við hátíðlega athöfn um helgina. Athöfnin var sú stærsta, sinnar tegundar, sem haldin hefur verið. Flestir klerkanna voru drepnir í upphafi stríðsins árið 1936. Fjölmargir hafa gagnrýnt Vatíkanið fyrir að standa að athöfninni og sagt að verið sé að taka afstöðu með öðrum deiluaðilanum úr stríðinu. Spænsk stjórnvöld hafa hins vegar stutt aðgerðir Vatíkansins og var utanríkisráðherra Spánar, Miguel Angel Moratinos, viðstaddur athöfnina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×