Erlent

Kirchner hefur lýst yfir kosningasigri í Argentínu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kirchner hefur lýst yfir sigri.
Kirchner hefur lýst yfir sigri.
Cristina Fernandez de Kirchner hefur lýst yfir sigri í forsetakosningunum í Argentínu sem fram fóru um helgina.

Kirchner lýsti yfir sigri eftir að 15% atkvæða höfðu verið talin. Þá bentu niðurstöður til þess að hún hefði fengið 42% greiddra atkvæða. Niðurstöður kosninganna eru í takt við það sem útgönguspár höfðu gefið til kynna og eru þær það afgerandi að ekki þarf að koma til seinni umferðar í kosningunum.

Helstu keppinautar Kirchner í kosningabaráttunni voru fyrrverandi fegurðardrottningin Elisa Carrio sem hefur hlotið um 18% atkvæða og Roberto Lavagna, fyrrverandi fjármálaráðherra Argentínu, sem hefur hlotið um 21%.

Eiginmaður Cristina, Nestor Kirchner, hefur setið á forsetastóli síðastliðin fjögur ár og kom hann löndum sínum nokkuð á óvart þegar hann tilkynnti að hann gæfi ekki kost á sér til setu á næsta kjörtímabili.

Auk forseta voru átta héraðsstjórar og þriðjungur þingmanna kosnir í gær. Tuttugu og sjö milljónir Argentínumanna höfðu kosningarétt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×