Erlent

Stútur ætlaði undir flugvélastýri

Fjörtíu og tveggja ára gamall aðstoðarflugstjóri hjá Virgin Atlantic flugfélaginu var handtekinn á Heathrow flugvellinum í London í gær. Hann er grunaður um að hafa verið ölvaður við störf. Lögreglan handtók manninn rétt fyrir flugtak og tafðist flugið á meðan staðgengill var fundinn í flugáhöfnina. Eftir að lögreglan hafði yfirheyrt manninn var honum sleppt gegn tryggingu en hann má búast við ákæru vegna athæfis síns.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×