Erlent

Hótuðu að birta kynlífsmyndir

Lögregla í Bretlandi hefur handtekið tvo menn fyrir tilraun til að kúga fé út úr bresku konungsfjölskyldunni. Mennirnir kröfðust fimmtíu þúsund punda fyrir að birta ekki kynlífsmyndband með meðlimi konungsfjölskyldunnar.

Lögreglumenn leiddu fjárkúgarana í gildru og handtóku þá á Hilton hótelinu í Lundúnum. Mennirnir tveir eru í gæsluvarðhaldi til 20. desember þegar dómstóll tekur málið fyrir.

Ekki hefur verið gefið upp hvaða meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar á að hafa verið á myndbandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×