Erlent

Áhrif al-Kaída fara þverrandi í Bagdad

MYND/AP

 

Áhrif al-Kaída fara þverrandi í Bagdad en önnur "glæpagengi" eins og æðsti yfirmaður Bandaríkjahers orðar það taka við af samtökunum. Þetta kom fram í viðtali AP fréttastofunnar við hershöfðingjann David Petraeus í dag.

 

"Íbúar Bagdad standa nú frammi fyrir ógninni frá öðrum glæpamönnum," segir Petraeus sem viðurkennir einnig að samt sem áður séu meðlimir al-Kaída hættulegir. Það sé eitt af meginverkefnum hersins að halda þeim í skefjum. "Við getum ekki leyft okkur að þeir nái aftur fyrri stöðu sinni," segir hershöfðinginn.

 

Í staðinn fyrir þverrandi árásir al-Kaída berjast Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra við annarskonar glæpasamtök sem standa fyrir mannránum, spillingu í olíuiðnaðinum og fjárkúgun. "Á sumum svæðum más segja að um hreina mafíustarfsemi sé að ræða," segir Petraeus.

 

Einnig kemur fram í máli hans að eftir að áhrif al-Kaída minnkuðu gátu Bandaríkjamenn einbeitt sér meir að öðrum vopnuðum sveitum eins og til dæmis stríðsmönnum shíta-múslima.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×