Erlent

SAS aflýsir grimmt eftir Dash-óhapp

Frá því að einni af Dash-vélum SAS flugfélagsins hlekktist á í lendingu á Kastrup-flugvelli í gærdag hefur SAS aflýst 57 flugferðum sínum með Dash8/Q400 vélum . Danska flugmálastjórnin setti flugbann á allar vélar sínar af þessari tegund eftir óhappið en annað hjólastellið gaf sig í lendingu Dash-vélarinnar.

Talsmenn SAS segja að óhappið nú sé af öðrum toga en það sem olli nauðlendingum á Dash-vélum í Aalborg og Vilnius í haust. Dash-vélar SAS voru þá einnig settar í flugbann.

SAS hefur boðað til fréttamannafundar klukkan þrjú í dag til að greina frá nýjasta óhappinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×