Erlent

Mexíkanar fórust í skógareldunum í Kaliforníu

Nú er komið í ljós að ólöglegir innflytjendur frá Mexíkó hafa látist í skógareldunum sem geysað hafa í Kaliforníu. Fjögur skaðbrunnin lík hafa fundist við landamærin að Mexíkó sem talin eru af innflytjendum. Nú er vitað að a.m.k. 14 manns hafa farist í þessum eldsvorðum.

Samkvæmt fregnum í bandarískum fjölmiðlum voru landamæraverðir fengnir í töluverðum mæli til aðstoðar í baráttunni við eldana. Þetta nýttu ólöglegir innflytjendur sér til að komast yfir landamærin en ekki allir þeirra höfðu heppnina með sér.

Eldarnir hafa einkum geysað í suðurhluta Kaliforníu og þótt landamæravarslan sé takmörkuð þar í augnablikinu hafa um 200 ólöglegir innflytjendur verið handteknir á síðasta sólarhring.

Vind hefur lægt töluvert undanfarinn sólarhring og hefur það gert slökkvi- og björgunarliði auðveldara með að ráða niðurlögum eldanna. Þó er ekki enn séð fyrir endann á þeirri baráttu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×