Erlent

Höfuðpaurinn í árásinni á USS Cole látinn laus

Stjórnvöld í Jemen hafa leyst úr haldi Jamal al-Badawi höfuðpaurinn í hryðjuverkaárásinni á bandaríska herskipið USS Cole. Jamal hefur setið í fangelsi síðan 2003 en hefur tvisvar náð að flýja úr vistinni, síðast í fyrra.

Bandarísk stjórnvöld eru æf af reiði yfir því að Jamal skuli sleppt nú. Hann gaf sig fram við stjórnvöld í Jemen fyrir tveimur vikum síðan eftir að hafa verið á flótta í tæpt ár. Er hann gaf sig fram lýsti hann yfir að hann væri hættur hryðjuverkum og styddi Ali A. Saleh forseta landsins.

Rudi Giuliani einn af frambjóðendum Repúblikanaflokksins í forsembættið hefur krafist þess að bandarísk stjórnvöld afturkalli 20 milljón dollara aðstoð við Jemen.

Í árásinni árið 2000 fórust 17 sjóliðar og 39 lágu sárir eftir. Jamal er ofarlega á lista FBI yfir þá hryðjuverkamenn sem Bandaríkjamenn vilja koma höndum yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×