Erlent

Mistök að aðskilja ríki og kirkju, segir Person

 

Göran Person fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar segir að það hafi verið söguleg mistök að skilja að ríki og kirkju í Svíþjóð eins og gert var árið 2000. Þetta kemur fram í ævisögu Person "Min vej, mine valg", sem kom út nú fyrir helgina.

 

Í aðdraganda aðskilnaðarins voru bæði ríkisstjórn og kirkjumálayfirvöld í Svíþjóð einhuga um að taka þessa ákvörðun. Person var fjármálaráðherra landsins á þessum tíma og einn af fáum sem töldu að ekki ætti að skilja að ríki og kirkju. Hann sem og aðrir sem mótfallnir voru þessu gáfust þó fljótlega upp á andstöðu sinni. Þessu sér Person eftir í dag.

 

Síðan árið 2000 hefur mikill fjöldi Svía skráð sig úr þjóðkirkjunni þar í landi og einungis í fyrra voru tæplega 60.000 einstaklingar sem það gerðu.

 

"Ég er sár yfir þróuninni," segir Göran Person í bók sinni. "Sænska kirkjan var eitt af fáum þjóðlegum stofnunum í landi okkar sem bauð upp á nærveru og tilgang með hversdagslífinu. Hún var sameiningarafl á tímum alþjóðlegrar hnattvæðingar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×