Erlent

Grunur um gin- og klaufaveikismit á Kýpur

MYND/AFP

Yfirvöld á Kýpur rannsaka nú hvort búfénaður á búgarði í suðausturhluta eyjarinnar hafi sýkst af gin- og klaufaveiki. Varnarsvæðið hefur verið afmarkað í kringum býlið á meðan vísindamenn rannsaka sýni sem tekin voru úr búfénaðinum.

Búgarðurinn liggur nálægt bænum Larnaca. Sýnið verður sent til rannsóknarstofu á meginlandi Evrópu og er von á niðurstöðum í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×