Erlent

Hryðjuverkamaður dæmdur í ævilangt fangelsi

Teikning sem sýnir Ramda ásamt lögfræðingi sínum.
Teikning sem sýnir Ramda ásamt lögfræðingi sínum. MYND/AFP

Alsírbúinn Rachid Ramda var í Frakklandi í dag dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir þátt sinn í sprengjuárásunum á neðanjarðarlestarkerfið í París árið 1995. Átta manns létust í árásunum og 200 særðust.

Ramda var dæmdur í alls 22 ára fangelsi fyrir að hafa fjármagnað árásirnar. Sjálfur neitaði hann allri sök í málinu. Ramda var í fyrra dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir hryðjuverkastarfsemi í tengslum við sömu árásir.

Ramda var handtekinn í Bretlandi árið 1995 eða skömmu eftir að árásirnar áttu sér stað. Yfirvöld í Bretlandi neituðu þó að framselja hann til Frakklands þar sem óttast var að franska lögreglan kynni að beita hann harðræði. Það var ekki fyrr en eftir hryðjuverkaárásirnar í London í ágúst árið 2005 sem Ramda var loks framseldur til Frakklands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×