Erlent

Íslensk fjölskylda á um sárt að binda eftir eldana

Eva Bergþóra Guðbergsdóttir skrifar

Meðal þeirra sem urðu illilega fyrir barðinu á eldunum í Kaliforníu var fjölskylda Maríu Berglindar Jónsdóttur. Dóttir hennar missti húsið sitt og ætlar að flytja til öruggari svæða með manni sínum og þremur börnum. Þau gista nú hjá Maríu.

Slökkviliðsmönnum í Kaliforníu hefur tekist að slökkva flesta stóru eldana, sem hafa ógnað íbúum svæðisins suður af Los Angeles undanfarna viku. Hálf milljón manna þurfti að flýja heimili sín en búist er við að flestir, sem ekki misstu hús í eldinum, hafi annað hvort snúið aftur eða geri það um helgina.

Tólf menn létu lífið í eldunum, á sjöunda tug slasaðist og um fimmtán hundruð fjölskyldur misstu heimili sín. Áhersla er nú lögð á að komast að því hvernig eldarnir kviknuðu, en ljóst er að í einhverjum tilvikum var um íkveikju að ræða.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×