Erlent

Lofar að láta smyglara gjalda fyrir sinn glæp

Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, tekur á móti Idriss Deby, forseta Chad.
Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, tekur á móti Idriss Deby, forseta Chad. MYND/AFP

Idriss Deby, forseti Afríkuríkisins Chad, hét því í dag að Frakkarnir níu sem voru handteknir fyrir að reyna smygla 103 börnum úr landi fengju að gjalda fyrir glæp sinn. Hann sagðist ætla gera allt í sínu valdi til að svo megi verða.

Frakkarnir voru handteknir á flugvellinum í borginni Abeche í Chad í gær. Voru þeir að bíða eftir leiguflugvél sem átti að flytja þá og 103 börn úr landi. Frakkarnir tilheyra samtökum sem kalla sig Zoe's Ark en yfirlýst stefna samtakanna er að hjálpa börnum í Darfúr með því að útvega þeim ættleiðingu í Frakklandi. Frönsk stjórnvöld hafa varað fólk við ættleiða börn frá samtökunum.

Börnin eru öll á aldrinum þriggja til átta ára en talið er að 300 fjölskyldur í Belgíu og Frakklandi hafi greitt samtökunum alls 86 milljónir króna fyrir að koma þeim úr landi. Alþjóðlega hjálparsamtök í Chad hafa tekið börnin að sér á meðan lögreglan rannsakar málið.

Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, fordæmdi í dag tilraun samtakanna til að reyna smygla börnunum með ólögmætum hætti úr landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×