Erlent

Grunsamlegur búnaður finnst í ræðismannabústað Mexíkó í New York

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. MYND/AFP

Lögreglan í New York í Bandaríkjunum rannsakar nú grunsamlegan búnað sem fannst við bústað ræðismanns Mexíkó þar í borg. Svæðið í kringum bústaðinn hefur verið girt af en óttast er að um sprengju sé að ræða.

Svo virðist sem sprengju hafi verið varpað á ræðismannsbústaðinn í nótt en þegar starfsmenn komu til vinnu voru allar rúður mölbrotnar. Þá mátti einnig sjá leifar af svipuðum búnaði og þeim sem lögreglan rannsakar nú.

Húsið var mannlaust þegar sprengjan sprakk í nótt og því slasaðist enginn. Fram kemur á heimasíðu bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar WABC að búnaðurinn sem hér um ræðir sé svipaður þeim og sprakk fyrir utan breska ræðismannabústaðinn í New York í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×