Erlent

Tony Blair skrifar ævisögu

Tony Blair.
Tony Blair. MYND/AFP

Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hyggst skrifa bók um embættistíð sína í Downing Street. Í dag undirritaði hann útgáfusamning við fyrirtækið Random House.

Fram kemur í yfirlýsingu frá Random House að Blair ætli sér að skrifa bókina sjálfur. Ekki liggur fyrir hvenær bókin á að koma út né hversu mikið Blair fær borgað.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×