Erlent

Vildu smygla yfir eitt hundrað börnum úr landi

Meðlimir í samtökunum Zoe's Ark.
Meðlimir í samtökunum Zoe's Ark. MYND/AFP

Lögreglan í Afríkuríkinu Chad handtók í dag hóp Frakka fyrir að reyna að smygla meira en eitt hundrað börnum úr landi. Börnin átti að flytja til Frakklands til ættleiðingar.

Frakkarnir, sem eru níu talsins, starfa á vegum samtaka sem kallar sig Zoe's Ark. Samtökin gáfu út yfirlýsingu fyrr á árinu þessa efnis að þau ætluðu sér að hjálpa börnum í Darfúr með því að útvega þeim ættleiðingu í Frakklandi. Franska utanríkisráðuneytið hefur þó varað fólk við að ættleiða börn frá samtökunum.

Alls ætluðu Frakkarnir að smygla 103 börnum á aldrinum þriggja til átta ára úr landi. Talið er að 300 fjölskyldur bæði í Frakklandi og Belgíu hafi greitt samtökunum allt að 86 milljónir fyrir að koma börnunum úr landi.

Alþjóðleg hjálparsamtök í Chad hafa tekið börnin að sér á meðan lögreglan rannsakar málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×