Erlent

Kínversku könnunargeimfari skotið á loft

MYND/AFP

Kínverjar skutu í morgun á loft geimkönnunarfarinu Change'e 1 en því er ætlað að rannsaka landslag og þykkt jarðefna á tunglinu. Farinu var skotið á loft frá Xichang geimferðarmiðstöðinni í suðvesturhluta Kína.

Kínverjar hafa boðað mannaða lendingu á tunglinu innan næstu 15 ára. Leiðangur Change'e 1 er liður í þeirri áætlun en árið 2012 hyggjast Kínverjar lenda ómönnuðu geimfari á tunglinu.

Gert er ráð fyrir því að Change'e 1 verði alls tvö ár á sporbraut um tunglið. Farið mun taka ljósmyndir og senda upplýsingar til vísindamanna á jörðu niðri sem meðal annars munu nota þær til að rannsaka landslag og þykkt jarðefna á tunglinu.

 

 

 



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×